Þakbar með Dolly Parton

Nýr þakbar var að opna á hóteli í Nashville - …
Nýr þakbar var að opna á hóteli í Nashville - innblásinn af Dolly Parton. mbl.is/Graduate Nashville

Nýr þakbar var opnaður á dögunum, eins bleikur og hugsast getur – enda innblásturinn tekinn alla leið frá söngdívunni Dolly Parton.

Barinn er að finna á Graduate-hótelinu í Nashville, en nafn staðarins má rekja til lags og plötu Dolly Parton sem kom út árið 1989 og ber nafnið White Limozeen. Þar stendur söngkonan í glitrandi kjól fyrir framan hvíta drossíu og glamúrinn fer ekki framhjá neinum.

Barinn er ætlaður öllum sem sækjast eftir því að hafa það notalegt, sama hvort þú færð þér óáfengan drykk eða situr með kavíar á disk – hvort heldur sem er mun lúxusinn umvefja þig. Útisvæðið er með notalegum bekkjum og sundlaug til að dýfa tánum ofan í og barinn nær inn í hús þar sem loft og veggir eru máluð í skærbleikum lit með gylltu skrauti. Velúráklæði er á bekkjum og stólum og úr ljósakrónum hanga glitrandi speglar, auk gólfsíðra glugga sem skilja inni- og útisvæðið að. Og ekki má gleyma aðalstjörnunni, eða skúlptúr af Dolly Parton sjálfri sem stendur svo til fyrir miðju svæðisins, þannig að allir gestir geta barið hana augum sama hvar þeir sitja.

Glamúr og glys alla leið!
Glamúr og glys alla leið! mbl.is/Graduate Nashville
mbl.is/Instagram_Whitelimozeenash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert