Þegar við þurfum mest á því að halda, þá er ekkert til í frystinum! Við erum að tala um kælipoka þegar neyðin er stærst.
Klemmdir fingur eða brunasár eftir heita pönnu við eldamennsku eru aðstæður sem allir lenda í einhvern tímann á ævinni. Þá er gott að geta gripið í kælipoka til að skella á sárið, en margir notast við frosnar matvörur sem finnast í frystinum.
Það eru til sérstakir kælipokar sem þú getur keypt úti í búð, en þú getur einnig auðveldlega gert slíkan með brúnsápu sem eflaust er nú þegar til í skápunum heima.
Svona býrðu til kælipoka