Ótrúlegt húsráð með banana

Notaðu bananavatn til að næra plönturnar þínar.
Notaðu bananavatn til að næra plönturnar þínar. mbl.is/Facebook_The Pantry Mama

Hér bjóðum við upp á enn eitt húsráðið sem inniheldur banana – það er alveg ótrúlegt hvað þessi guli og bogni ávöxtur getur stöðugt komið manni á óvart.

Þetta húsráð er fyrir alla þarna úti sem berjast við að halda lífi í grænblöðungunum sínum – sem virðast bara þurfa rétt hlutfall af vatni og birtu. En samt náum við að klúðra þessu!

Ef plantan þín er farin að hengja haus og virka hálf slöpp, þá hefur ástralski bloggarinn Kate Freebairn sem kallar sig The Pantry Mama, svörin sem þú leitar að. En hún deildi húsráði á síðunni sinni hvað þetta varðar. Samkvæmt hennar ráðum er tilvalið að nota bananahýði og setja þau í krukku með vatni og láta standa í sólarhring. Eftir það getur þú gefið plöntunum þínum að drekka næringarríkt vatn sem inniheldur kalíum, fosfór og kalsíum – sem gerir plönturnar sterkari og ónæmari fyrir meindýrum.

Fylgjendur The Pantry Mama virðast almennt mjög hrifið af þessari aðferð til að næra plönturnar og segist nota bananahýði einnig til að þurrka af plöntublöðunum – sem gefi þeim góðan ljóma.

Gulur og boginn - og fullur af næringarefnum fyrir plönturnar …
Gulur og boginn - og fullur af næringarefnum fyrir plönturnar okkar. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert