Margengsbakstur getur reynst sumum erfiður þar sem marengsinn á það til að falla saman. Og þá er gott að eiga ráð sem þetta bak við eyrað.
Marengstertur eru klárlega með þeim betri sem við bökum, því það má leika sér á svo marga vegu með marengsinn – ef hann heppnast það er að segja! Bragðið er þó oftast það sama hvort sem botninn falli saman eður ei. En það jafnast ekkert á við vel heppnaðan marengs.
Til þess að sporna við því að marengsinn falli saman vilja reyndir heimabakarar þarna úti meina að maður eigi að hella sykrinum mjög hægt saman við eggjahvíturnar á meðan við þeytum þær – jafnvel setja bara eina matskeið í einu. En mörg okkar geta verið pínu óþolinmóð og hellum öllum sykrinum saman við og setjum hrærivélina á fullt. Svo já, það kallar á mikla þolinmæði til að klúðra ekki marengsbakstrinum.