Ráða dansara í sendlastörf

Pítsafyrirtækið Papa John’s hefur ráðið atvinnu dansara til að vera …
Pítsafyrirtækið Papa John’s hefur ráðið atvinnu dansara til að vera sendlar þennan mánuðinn. mbl.is/Papa John’s

Það er frábært að sjá hvernig fyrirtæki leysa úr þeim örðugleikum sem myndast hjá fólki í sóttkví og samkomubanni. Til dæmis með því að ráða atvinnu dansara í sendlastörf.

Öll veisluhöld eru meira og minna bönnuð þessa dagana og ein stærsta og litríkasta götuhátíð í London hefur verið blásin af þetta árið. Þá hefur pítsafyrirtækið Papa John's ekki látið það stoppa sig í að missa allt glimmerið niður á gólf, með því að ráða dansarana sem eru þekktir þátttakendur í hátíðinni, til að vera sendlar þennan mánuðinn. En Papa John's býður upp á margt annað en pítsur á sínum matseðli.

Eins hefur fyrirtækið hafið samstarf við góðgerðasamtökin Hospitality Action, til að afla fjár til þeirra fyrirtækja sem verða fyrir tekjuáföllum vegna aflýsingar á hátíðinni – allt frá listamönnum yfir í veitingaþjónustur. 

Ef þú pantar mat frá Papa John's, þá munu þessir …
Ef þú pantar mat frá Papa John's, þá munu þessir mæta með matinn til þín. mbl.is/Papa John’s
mbl.is/Papa John’s
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert