Þetta hljómar eflaust kjánalega í eyrum margra en satt er það engu að síður. Brauð er að sögn sérfræðinganna afbragðshreinsiefni sem slær mörgum – ef ekki flestum hreinlætisvörum við.
Fjarlægja skal skorpuna og rúlla sneiðinni upp í kúlu. Best er að nota hvítt brauð eða rúgbrauð og á svampkennd kúlan að slá öll met við að fjarlægja klístur og bletti af veggjum, veggfóðri, eldhússkápum og fleira. Að sögn Toni Hammersley sem skrifaði meistaraverkið The Complete Book of Clean er leyndarmálið fólgið í glúteninu sem drekkur víst í sig óhreinindi og útrýmir blettum. Það er því nokkuð ljóst að glútenlaust brauð hentar harla illa til verksins.