Húsráð aldarinnar: Þrífðu með brauðsneið

mbl.is/Colourbox

Þetta hljómar eflaust kjánalega í eyrum margra en satt er það engu að síður. Brauð er að sögn sérfræðinganna afbragðshreinsiefni sem slær mörgum – ef ekki flestum hreinlætisvörum við. 

Fjarlægja skal skorpuna og rúlla sneiðinni upp í kúlu. Best er að nota hvítt brauð eða rúgbrauð og á svampkennd kúlan að slá öll met við að fjarlægja klístur og bletti af veggjum, veggfóðri, eldhússkápum og fleira. Að sögn Toni Hammersley sem skrifaði meistaraverkið  The Complete Book of Clean er leyndarmálið fólgið í glúteninu sem drekkur víst í sig óhreinindi og útrýmir blettum. Það er því nokkuð ljóst að glútenlaust brauð hentar harla illa til verksins. 

Lykilatriðið er að nudda ekki heldur „dabba“ brauðkúlunni ofan á blettinn og þá hverfur hann. Einnig má nota brauðið til að þurrka upp vökva sem hefur hellst niður, til að þrífa kaffikvörnina, þurrka af og pússa myndaramma og til að ná upp glerbrotum.
Það er því nokkuð ljóst að það má spara stórar fjárhæðir í hreingerningarefni og nota bara brauð... og við erum nokkuð viss um að þetta virkar. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert