Hættulega góð súkkulaði & lakkrís Omnom Krunch brúnka

Hættulega góðar brúnkur að sögn Snorra.
Hættulega góðar brúnkur að sögn Snorra. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Þess­ar súkkulaðikök­ur eru þannig gerðar að þú hætt­ir ekki að borða fyrr en allt er búið! En þessi stór­kost­lega upp­skrift kem­ur úr smiðju Snorra hjá Mat­ur og mynd­ir.

Ef þú elsk­ar lakk­rís súkkulaðið frá Omnom þá er þetta brúnku upp­skrift fyr­ir þig! Hér nota ég gömlu góðu brúnku upp­skrift­ina mína sem er búin að sanna sig í gegn­um árin en bæti út í hana krömdu Omnom lakk­rís crunch, en það gef­ur henni þetta frá­bæra lakk­ríssúkkulaði bragð og skemmti­lega áferð. Al­veg hættu­lega gott!

Hættulega góð súkkulaði & lakkrís Omnom Krunch brúnka

Vista Prenta

Hættu­lega góð súkkulaði & lakk­rís Omnom Krunch brúnka

  • Smjör, 115 g
  • Kakó­duft, 50 g
  • Syk­ur, 125 g
  • Púður­syk­ur, 125 g
  • Vanillu­drop­ar, 1 tsk
  • Egg, 2 stk
  • Salt, 1/​4 tsk
  • Hveiti, 60 g
  • Lakk­rís Omnom Krunch, 1 poki
  • Súkkulaðibit­ar, 1 dl (75 g) / T.d. Ghir­ar­delli eða Kirk­land

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 180°C.
  2. Smyrjið 20 cm brúnku­form með smjöri og leggið bök­un­ar­papp­ír í formið svo auðveld­ara sé að ná kök­unni upp úr því.
  3. Bræðið smjörið og pískið því vand­lega sam­an við kakó­duft, syk­ur, púður­syk­ur og vanillu­dropa. Pískið svo 1 eggi í einu sam­an við blönd­una þar til áferðin er orðin slétt.
  4. Hrærið hveiti og salti sam­an við blönd­una þar til allt hef­ur sam­lag­ast.
  5. Setjið lakk­rís Omnom Krunch í poka og berjið það með t.d. köku­kefli þar til all­ar kúl­urn­ar eru brotn­ar.
  6. Blandið súkkulaðibit­um og brotnu Omnom Krunch sam­an við blönd­una og hellið henni svo í brúnku­formið.
  7. Bakið kök­una í um 22 mín í miðjum ofni eða þar til tann­stöng­ull kem­ur nán­ast hreinn úr miðju kök­unn­ar.
  8. Leyfið brún­kunni að kólna áður en hún er fjar­lægð úr form­inu og skor­in í bita. Mér þykir best að setja kök­una aðeins inn í ís­skáp áður en ég sker hana, en þá er auðveld­ara að skera hana í fal­lega bita.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert