Stærsta þéttbýlisgarðrækt heims opnar í París

Stærsta þéttbýlisgarðrækt heims hefur opnað í Parísarborg.
Stærsta þéttbýlisgarðrækt heims hefur opnað í Parísarborg. mbl.is/Stephane de Sakutin/AFP via Getty

Eftir því sem loftlagsbreytingarnar aukast, reynir fólk að finna leiðir til að gera lífið sjálfbærara í öllum iðngreinum. Nýverið opnaði stærsta þéttbýlisgarðrækt heims í stórborginni París sem er með það að leiðarljósi að gera borgina grænni.

Við erum að sjá fyrirtæki prenta steikur í þrívídd, fataframleiðendur lita föt með steinum úr avókadó og svona mætti lengi telja. Vistvæn nýsköpun er það heitasta í dag! Og París lætur sitt ekki eftir liggja með því að opna 14.000 fermetra græn-býli á þaki byggingarinnar Parc des Expositions – glæsilegasta verkefni sem íbúar borgarinnar hafa tekið þátt í til þessa og kallast Nature Urbaine.

Býlið geymir hvorki meira né minna en 30 tegundir af plöntum, tómötum, jarðarberjum, eggaldin, radísum og basiliku svo eitthvað sé nefnt. Sumar plönturnar eru ræktaðar með hjálp loftfars-ræktunar sem notar um 90% minna vatn en ella.

Þegar allt er komið í fullar skorður er stefnt á að ræktunin muni geta þjónustað almennum borgurum og veitingahúsum í nágrenninu. Þess má einnig geta að 140 úthlutunarlóðir til ræktunar hafa verið útbúnar sem hægt er að leigja fyrir litlar 50 þúsund krónur á ári.

Ætlunin var að opna Nature Urbaine, mun fyrr á árinu, en vegna Kórónuveirunnar var því frestað. Staðurinn opnaði í maí sl. og geymir einnig veitingastað og bar. Hægt er að bóka fræðsluferðir á staðnum og læra hvernig þú getur búið til þinn eigin garð heima.

Hér eru yfir 30 mismunandi plöntur ræktaðar.
Hér eru yfir 30 mismunandi plöntur ræktaðar. mbl.is/Stephane de Sakutin/AFP via Getty
Verkefnið er það glæsilegasta sem íbúar Parísar hafa tekið þátt …
Verkefnið er það glæsilegasta sem íbúar Parísar hafa tekið þátt í til þessa. mbl.is/Stephane de Sakutin/AFP via Getty
mbl.is/Stephane de Sakutin/AFP via Getty
mbl.is/Stephane de Sakutin/AFP via Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert