Himneskt humarpasta

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér erum við með æðislegt humarpasta frá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is. Við mælum að sjálfsögðu með því enda allt dásamlegt sem konan sú eldar.

Rjómalöguð sósa með parmesan og tómötum fer virkilega vel með pastanum og humrinum. Að þessu sinni notaði ég marglita kirsuberjatómata en það var auðvitað meira fyrir útlitið en bragðið, það er að sjálfsögðu hægt að nota bara þessa rauðu litlu fallegu.

Humarpasta

Pasta

  • 500 g Dececco pastaskrúfur
  • 2 x askja skelflettur humar frá Sælkerafiski (2 x rúmlega 300g)
  • 1 laukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 500 g kirsuberjatómatar
  • 600 ml rjómi
  • 2 lúkur rifinn parmesanostur
  • 3 msk.söxuð steinselja
  • 1 tsk. humarkraftur
  • Smjör og ólífuolía til steikingar
  • Salt, pipar og hvítlausduft

Aðferð:

  1. Affrystið humarinn, skolið og þerrið.
  2. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  3. Steikið lauk og hvítlauk upp úr smjöri þar til það fer aðeins að mýkjast og bætið þá humrinum saman við. Kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti eftir smekk og setjið í skál um leið og humarinn er tilbúinn.
  4. Bætið þá ólífuolíu á pönnuna og setjið tómatana saman við (skerið þá fyrst til helminga). Steikið þá við meðalhita þar til þeir mýkjast aðeins og saltið og piprið.
  5. Hellið nú rjómanum yfir tómatana ásamt parmesanosti, steinselju og humarkrafti.
  6. Kryddið til með salti, pipar og hvítlausdufti.
  7. Þegar pastað er tilbúið má bæta því út í sósuna ásamt humrinum og ná upp smá hita að nýju.
  8. Best er síðan að bera pastað fram með rifnum parmesan og hvítlauksbrauði (sjá uppskrift að neðan).
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert