Allt sem þú þarft að vita um hitabylgju-mataræðið

Við þurfum að huga að mataræðinu í miklum hita.
Við þurfum að huga að mataræðinu í miklum hita. mbl.is/Colourbox

Það virðist sem hitabylgja sé að fljóta yfir landið og við erum að elska það! En það er vert að hafa mataræðið í huga þegar hitatölurnar hækka til að líkaminn fari ekki að kvarta.

Það er dásamlegt að fá heita loftstrauma svona á síðsumarsdögum. Rétt mataræði og nóg af vökva er það sem skiptir máli. Og það eru nokkur matvæli sem svala líkamann meira en önnur. Þó að ís sé oftast fyrsti kostur, þá er ekki þar með sagt að kaldar matvörur séu endilega kælandi og ekki svarið við því að halda kælikerfinu gangandi allan daginn.

Til að kæla líkamann ber að borða mat sem hækkar líkamshitann, þó að það hljómi sem alveg þveröfugt við það sem við höldum. Heitir drykkir og súpur er þarna á meðal, máltíðir sem eru ríkar af vökva og koma einnig í veg fyrir að líkamanum líði allt of heitt.

Samkvæmt UK Eatwell Guide, áttu að drekka að lágmarki 6-8 glös af vökva yfir daginn, en varist þó sykraða safa og drykki sem og kaffi og áfengi – sem fær líkamann til að missa vökva (allt er gott í hófi).  Matvörur eins og jarðarber, melónur, gúrkur, salat og sellerí innihalda meiri vökva en annað grænmeti eða ávextír og henta vel í hitanum. Jógúrt þykir einnig gott til að halda vatni í líkamanum.

Með því að drekka eða borða heitar matvörur, hækkar kjarnhitann sem fær líkamann til að kæla sig niður sem hann gerir með því að skila út svita. Því eru bragðsterkar máltíðir sem innihalda t.d. chili og fá svitann til að spretta fram – frábærar til að kæla niður kerfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert