Nýtt vegan súkkulaði frá Lindt

Nýtt vegan súkkulaði frá Lindt í þremur bragðtegundum.
Nýtt vegan súkkulaði frá Lindt í þremur bragðtegundum. mbl.is/Lindt

Súkkulaðirisinn Lindt hefur fetað í fótspor við önnur sambærileg fyrirtæki sem framleiða súkkulaði – með því að bjóða upp á nýtt vegan súkkulaði.

Nýja súkkulaðið mun koma í verslanir fyrir jólin og í þremur bragðtegundum – kexi, heslihnetu og saltaðri karamellu. Súkkulaðið er framleitt úr haframjólk, því bæði mjólkur- og laktósa frítt, fyrir utan að engar dýraafurðir eru notaðar við framleiðsluna.

Miðað við fárið sem var í kringum vegan súkkulaðið frá Galaxy í fyrra, er búist við að þessar nýjungar séu ekki að fara valda neinum vonbrigðum. Súkkulaðistykkin frá Lindt verða pökkuð inn í umhverfisvænar umbúðir sem munu án efa skora nokkur stig hjá umhverfissinnum. En samkvæmt heimildum, virðist sem súkkulaðið verði eingöngu fáanlegt í þýskalandi til að byrja með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert