Það er auðvelt að fá olíuslettur í fötin við matargerð og sem betur fer er auðvelt að fjarlægja slíka bletti ef þú ferð rétt að. Hér eru skref fyrir skref leiðbeiningar hvernig þú fjarlægir fitubletti úr hversdagsfötum og örlítið viðkvæmari flíkum.
Almenn ráð til að fjarlægja matarolíu úr fatnaði
- Því hraðar sem þú bregst við, því betri árangri nærðu með blettinn. Jafnvel nokkrar klukkustundir geta skipt miklu máli og eftir nokkra daga bið, þá ertu að fara sitja uppi með blettinn það sem eftir er.
- Heitt vatn virkar best til að fjarlægja olíubletti, mundu bara að athuga þvottaleiðbeiningar hvort að efnið þoli heitt vatn.
- Þurrkaðu aldrei föt í þurrkara nema að bletturinn sé alveg horfinn.
- Notaðu servíettu eða klút til að þurrka mestu olíuna af flíkinni. Mundu eftir báðum hliðum og passaðu eins vel og mögulegt er að nudda ekki blettinn.
Svona fjarlægir þú matarolíu úr hversdagsfötum
- Bio-Tex er sérstaklega þróað til að vinna gegn fitu og olíublettum, en farið nákvæmlega eftir leiðbeiningum á umbúðum.
- Ef að bletturinn situr ennþá sem fastast, skaltu skola hann með vatni og endurtaka ferlið. Þegar bletturinn hefur minnkað, skaltu þvo fötin á hæsta hitastigi sem þvottamiðinn segir til um.
Svona fjarlægir þú olíu úr viðkvæmum fatnaði
- Viðkvæmur fatnaður getur farið illa ef þú nuddar blettinn, svo hér ber að fara eftir öllum ráðum til að skemma ekki flíkina.
- Sum þvottaefni henta vel viðkvæmum þvotti, lestu leiðbeiningarnar til að sjá hvort það henti.
- Annars er hægt að nota barna-púður eða talkumduft á blettinn. Þá skaltu þekja blettinn með púðrinu í heitu rými í nokkra klukkutíma eða yfir nótt. Lofthitinn mun hjálpa duftinu að leysa upp olíuna úr efninu.
- Burstaðu duftið burt og endurtaktu ef þörf krefur.
- Þvoðu því næst flíkina samkvæmt þvottaleiðbeiningum.