Hip og kúl kaffihús í eigu vina

Einstaklega svalt kaffihús í Ástralíu.
Einstaklega svalt kaffihús í Ástralíu. mbl.is/Photography by Anson Smart / Styled by Claire Delmar

Það væri næstum vel þess virði að gera sér ferð til Ástralíu og kíkja á þetta „hip og kúl“ kaffihús í Sidney.

Kaffihúsið Will & Co. er í eigu góðra vina sem reka nokkur af vinsælustu kaffihúsum bæjarins, en þetta er það nýjasta frá þeim. Innblásturinn á rýminu er gripinn frá ungum frumkvöðlum og götulist sem þekkist víða í borginni - en staðurinn er hannaður af Alexander & Co. og er staðsettur í endurgerðri byggingu við ströndina. Litapallettan er einföld í bland við nýstárleg efni sem víða má sjá á staðnum. Hér eru jafnvel nokkrar hugmyndir sem hægt er að „stela“ og notast við heima fyrir!

Hönnunarteymi staðarins hefur brennandi áhuga á að styðja ástralska listamenn og ber staðurinn þess greinileg merki. Með því að velja vörur frá bæjarlistamönnum, ertu ekki einungis að styðja við bakið á því fólki, heldur einnig að velja einstaka hluti sem þú sérð ekki inn á öðrum hverjum stað eða heimili. Því hver og einn hlutur er einstakur og þannig verður rýmið einnig sem hluturinn prýðir.

En það sem er einnig einkennandi fyrir staðinn eru bláu litatónarnir, en þeir eru bein tilvísun í vörumerki Will & Co. Með því að nota litaþema sem er gegnum gangandi í innréttingum, listaverkum og húsgögnum – þá nærðu að búa til svokallaða sjónræna samfellu sem hefur tekist einkar vel á þessum stað.

Geomatrísku húsgögnin sameina hér bæði sögu í fortíð og nútíð – eitthvað sem auðvelt er að útfæra heima hjá sér með því að nota hluti og verk frá mismunandi tímum eða ólíkum listamönnum, saman í einu rými.

mbl.is/Photography by Anson Smart / Styled by Claire Delmar
Það er smá strandarstemning á staðnum.
Það er smá strandarstemning á staðnum. mbl.is/Photography by Anson Smart / Styled by Claire Delmar
mbl.is/Photography by Anson Smart / Styled by Claire Delmar
Geómatrísk form eru einkennandi fyrir hönnun staðarins.
Geómatrísk form eru einkennandi fyrir hönnun staðarins. mbl.is/Photography by Anson Smart / Styled by Claire Delmar
mbl.is/Photography by Anson Smart / Styled by Claire Delmar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert