Kjúklingur í karrí sem krakkarnir elska

mbl.is/Thelma Þorbergsdóttir

Hér erum við með uppskrift sem ætti að fá hjartað til að slá örar hjá flestum sem elska góðan heimilismat. Hér erum við að tala um hágæða kjúkling í karrí með grænmeti. Kókosmjólkin passar svo vel við karríið og ekki spillir fyrir að flest börn elska karrí og kjúkling.

Það er engin önnur en Thelma Þorbergs sem á heiðurinn að uppskriftinni.

Kjúklingur í karrí

  • 1 pk kjúklingalæri á beini (6-8 stk.)
  • 20 g smjör
  • salt og pipar
  • 3 stk. hvítlauksgeirar
  • 3 msk. karrí
  • 1⁄2 tsk. cumin
  • 1⁄2 tsk. cayenne pipar
  • 1 stk. kjúklingateningur
  • 1 msk. sojasósa
  • 1 1⁄2 dl matreiðslurjómi frá Gott í matinn
  • 400 ml kókosmjólk
  • 4 stk. gulrætur
  • Blómkál
  • Brokkólí
  • Kóríander

Aðferð:

  1. Bræðið smjör á pönnu, kryddið kjúklingalærin með salti og pipar.
  2. Steikið á hvorri hlið fyrir sig í rúmar 3 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er orðinn brúnaður.
  3. Setjið kjúklingalærin í eldfast mót og gerið sósuna.
  4. Saxið niður hvítlauk og steikið léttilega.
  5. Blandið restinni af kryddinu saman við ásamt sojasósu og kjúklingakrafti.
  6. Blandið matreiðslurjóma og kókosmjólk saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  7. Gott er að smakka sósuna og krydda meira ef þess er þörf.
  8. Hellið sósunni yfir kjúklingalærin.
  9. Saxið niður gulrætur, blómkál og brokkolí og setjið saman við sósuna.
  10. Hér er þó hægt að setja það grænmeti sem hver og einn vill saman við.
  11. Saxið niður kóríander og stráið yfir.
  12. Eldið í rúmlega 25 mínútur við 200°C, eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
  13. Berið fram með hrísgrjónum og t.d. naanbrauði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert