Ómótstæðilegur ostaveisluhamborgari með geggjaðri sósu

Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Þessi er algjörlega ómótstæðilegur svo ekki sé fastar að orði kveðið enda fátt betra en borgari sem búið er að fylla með osti. Það er Helena Gunnarsdóttir sem á þessa uppskrift sem engan svíkur.

Ómótstæðilegur ostaveisluhamborgari með geggjaðri sósu

4 skammtar

  • 1 kg nautahakk
  • 1 egg
  • 1 dl brauðrasp
  • 1⁄2 dl rjómi frá Gott í matinn
  • 1 mexíkóostur, rifinn
  • 1 1⁄2 tsk. sjávarsalt
  • 1 1⁄2 tsk. nýmalaður pipar
  • 6 sneiðar óðals cheddar

Hamborgarasósa:

  • 1 dós Sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
  • 4 msk. Grísk jógúrt frá Gott í matinn
  • 1 tsk. Sítrónusafi
  • 1 msk. Chillimauk (t.d. Sambal Oelek)
  • 1 msk. Tómatsósa
  • 1 msk. Sætt sinnep
  • Nokkrar súrar gúrkur, smátt saxaðar
  • Salt og pipar eftir smekk

Meðlæti:

  • Hamborgarabrauð
  • Grænt salat
  • Tómatasneiðar
  • Rauðlaukssneiðar

Hamborgarar

  1. Hrærið öllu innihaldinu í hamborgara saman án þess að vinna hakkið of mikið.
  2. Mótið sex hamborgarabuff úr hakkblöndunni.
  3. Kryddið hamborgaran að utan með salti og pipar.
  4. Grillið svo við meðal- til háan hita þar til eldaðir í gegn. Um það bil 10-15 mínútur.
  5. Leggið þá ostinn yfir, lokið grillinu í um tvær mínútur eða þar til osturinn er alveg bráðnaður.
  6. Takið af grillinu og setjið borgarana saman.

Hamborgarasósa

  1. Hrærið öllu innihaldinu saman og smakkið til með salti og pipar.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert