Fann Jesú óvænt á kartöflu

Kartaflan sem Nikki segir bera mynd af Jesú Krist.
Kartaflan sem Nikki segir bera mynd af Jesú Krist. mbl.is/Nikki Halkerston / SWNS.com

Þetta er í fyrsta sinn sem við heyrum um almáttugan í formi kartöflu – en hann virðist hafa birst konu í matvöruverslun nú á dögunum.

Nikki Halkerson var í daglegri búðarferð og að þessu sinni í versluninni Aldi í Bretlandi. Hún keypti kartöflur sem kostuðu aðeins eitt pund eða um 180 íslenskar krónur. Þegar heim var komið og hún að taka matvörurnar upp úr pokanum rak hún augun í munstur á einni kartöflunni sem leit út fyrir að vera Jesús Kristur. Nikki kallaði á eiginmann sinn, sem var því sammála að hér væri um nákvæma eftirmynd að ræða.

Nikki segist hafa rekið augun í myndina og ekki getað hætt að stara – þetta var augljóslega andlitið á Jesú. Hún segist oft hafa heyrt um fólk sem finnur andlit af Kristi sjálfum í mat og í hennar tilviki var það mjög greinilegt. En hún lét það ekki stoppa sig í að borða kartöfluna.

Það er spurning hvort Jesús hefði samþykkt að vera skrældur og settur í ruslatunnuna! Fólk sem trúir að það hafi fengið heimsókn í gegnum bletti eða mat hefur fengið presta til að blessa „merkið“ – þó að Nikki hafi hér leyft hungrinu að ráða för!

Nikki Halkerson er handviss um að Jesú hafi verið að …
Nikki Halkerson er handviss um að Jesú hafi verið að birtast henni á kartöflunni. mbl.is/Nikki Halkerston / SWNS.com
Nærmynd af kartöflunni.
Nærmynd af kartöflunni. mbl.is/Nikki Halkerston / SWNS.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert