Hversu oft eigum við að fara í bað?

Hversu oft ferð þú í bað eða sturtu á viku?
Hversu oft ferð þú í bað eða sturtu á viku? mbl.is/Colourbox

Hversu oft við leggjumst í bað eða undir sturtuna veltur ekki endilega á því hversu skítug við erum heldur hvernig húðtýpu við erum með. Sumir þurfa helst að standa lengi undir bununni en aðrir geta farið í snögg-sturtu og orðið hreinir á augabragði.

Þetta veltur allt á húðtýpunni

Húðsjúkdómalæknirinn Dag Sollesnes Holsen heldur því fram að þurr og feit húð þurfi oftar á þvotti að halda en önnur. Talið er að þriðjungur mannfólks sé með þurra húð sem getur brotist út sem exem ef farið er í sturtu daglega eða nokkrum sinnum á dag. Þá ætti að velja milda sápu með lægra pH-gildi og smyrja sig með feitu rakakremi eftir bað.

Þriðjungur fólks er síðan talinn vera með feita húð. Þessir kroppar þola og þarfnast oftar þvottar þar sem meiri fita losnar frá líkamanum. Nokkuð sem getur valdið óþægindum ef of langt líður á milli baðferða – og þá kemur gott rakakrem að góðum notum.

Síðasti þriðjungur hvað þetta varðar liggur síðan einhvers staðar á milli þessara tvennra öfga; fólk sem þolir að fara í sturtu daglega en getur líka komist af án baðferða í einhvern tíma.

Aldurinn spilar inn í

Eftir því sem maður eldist upplifir maður að húðin verði þurrari því hjá okkur flestum fer húðin að framleiða minna af fitufrumum sem gerir hana þurrari.

Það getur einnig skipt máli á hvaða tíma dags þú baðar þig. Með því að fara í sturtu á morgnana fyrir krefjandi vinnudag ertu ómeðvitað að fara fersk/ur út í daginn en kvöldbað getur reynst vel fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að ná ró og sofna á kvöldin. Thomas Ternowitz prófessor við húðsjúkdómadeild Háskólasjúkrahússins í Stavanger er mjög hlynntur kvöldböðum og mælir eindregið með þeim. Og ef þú ákveður að fara í morgunbað telur hann að fólk eigi að þvo á sér kynfærin á kvöldin áður en farið er upp í rúm að sofa.

Kostir við baðferðir á morgnana

  • Heit eða köld sturta eykur blóðflæðið í líkamanum og er mun áhrifaríkara og meira frískandi en þrír bollar af kaffi.
  • Morgunbað hjálpar kroppnum að vakna, mýkir vöðva og stífan hnakka eftir nóttina. Þú getur einnig gert smá teygjuæfingar undir sturtunni ef út í það er farið.

Kostir við baðferðir á kvöldin

  • Að fara í bað eftir langan vinnudag er eins og draumur í dós! Það minnkar blóðþrýstinginn og stressið nær að líða úr þér.
  • Það er ekkert betra en að hoppa upp í rúm hreinn og fínn. Heitt bað eða sturta getur virkað róandi og þú munt án efa sofa betur út nóttina.
  • Þó að þér finnist þú ekki neitt sérstaklega skítugur hefurðu eflaust dregið að þér einhver óhreinindi yfir daginn. Því munu sængurfötin þín þakka þér fyrir að fara í bað fyrir svefninn og koma með hreinar tásur undir sængina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert