Enn ein viðbótin í klassísku tréfígúrurnar frá Kay Bojesen – en hér er kokkastelpa mætt á svæðið og setur sinn svip á vörulínuna.
Það þekkja margir vinsælasta tré-apa heims, sem Kay Bojesen hannaði árið 1951 – lítið apaskott með stóran persónuleika og ein vinsælasta gjöf síðari tíma. Nú er kokkastelpa fáanleg í fullum kokkaskrúða og með sleif í hendi – upprunalega hönnuð í kringum 1940. Tréfígúran er 17,5 cm á hæð og framleidd úr FSC-vottuðum viði. Þessi mun sóma sér vel í hvaða eldhúsi sem er og hver veit nema hún gefi góð eldhúsráð!