Flest lumum við á einhverri aðferð til að draga úr timburmönnum. Hvort sem það er stór Hlölli með extra sósu, hrátt egg eða þrír lítrar af vatni. Nú hefur hins vegar dregið til tíðinda af timburmönnum því frændur vorir Finnar birtu á dögunum niðurstöður viðamikillar rannsóknar á timburmönnum og mögulegum aðferðum við að útrýma þeim.
Rannsóknin var á vegum Háskólans í Helsinki og Háskólans í Austur-Finnlandi og var birt í fagtímaritinu Alcohol and Alcoholism. Í rannsókninni voru 19 heilbrigðir karlmenn látnir drekka áfengi í þrjá klukkustundir. Síðan voru þeim annaðhvort gefnar töflur sem innihéldu lyfleysu eða töflur sem innihéldu L-cysteine.
L-cysteine er amínósýra sem líkaminn framleiðir en er einnig að finna í prótínríku fæði. Rannsóknin leiddi í ljós að þeir sem tóku L-cysteine fengu minni timburmenn á borð við ógleði, höfuðverk, streitu og kvíða. Streitan og kvíðinn minnkuðu við 600 mg skammt og ógleðin og höfuðverkurinn minnkuðu við 1200 mg skammt.
Rannsóknin leiddi einnig í ljós að L-cysteine dró verulega úr þörf til að drekka aftur daginn eftir, sem telst mikilvægar upplýsingar.
Hér er hægt að lesa rannsóknina í heild.