Rukkaði 1000 krónur fyrir tómat

mbl.is/Ásdís

Hefur þú einhvern tímann pantað þér rétt á veitingastað og orðið fyrir verulegum vonbrigðum með það sem þú fékkst á borðið? Þetta salat er eflaust með því sorglegra sem við höfum séð.

Maður nokkur var í heimsókn á þýsku eyjunni Amrum, sem geymir vinsæla strönd hjá ferðamönnum, þar sem eyjan sjálf er aðeins 20 km breið. Maðurinn var að koma úr langri fjallgöngu er hann settist niður á veitingastað og pantaði sér salat sem reyndist allt annað en það sem vonaðist eftir en rétturinn kostaði um 1.000 krónur íslenskar.

Hann birti mynd á Reddit með yfirskriftinni „sh*ttyfoodporn“, þar sem vonbrigðin leyndu sér ekki. Eins og við var að búast þá fylltist kommentakerfið á augabragði. Einhverjir vildu meina að þetta væri það allra sorglegasta sem þeir hefðu séð og aðrir veltu því fyrir sér hvað annað væri í boði á matseðlinum. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem ferðamenn er rukkaðir háar upphæðir á vinsælum stöðum sem þessum, og enn frekar eftir að Kórónavírusinn hefur sett strik í reikninginn á svo mörgum stöðum – þá hafa margir hækkað verðið enn frekar. Dæmi eru um að í Bretlandi hafi fólk verið rukkað um 1.300 krónur fyrir kaffibolla á strandbar í Bodrum svo eitthvað sé nefnt.

Maður nokkur pantaði sér salat á matseðli og fékk þessa …
Maður nokkur pantaði sér salat á matseðli og fékk þessa tómata með lauk á toppnum. mbl.is/Reddit
mbl.is/Reddit
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert