Rukkaði 1000 krónur fyrir tómat

mbl.is/Ásdís

Hef­ur þú ein­hvern tím­ann pantað þér rétt á veit­ingastað og orðið fyr­ir veru­leg­um von­brigðum með það sem þú fékkst á borðið? Þetta sal­at er ef­laust með því sorg­legra sem við höf­um séð.

Maður nokk­ur var í heim­sókn á þýsku eyj­unni Amr­um, sem geym­ir vin­sæla strönd hjá ferðamönn­um, þar sem eyj­an sjálf er aðeins 20 km breið. Maður­inn var að koma úr langri fjall­göngu er hann sett­ist niður á veit­ingastað og pantaði sér sal­at sem reynd­ist allt annað en það sem vonaðist eft­ir en rétt­ur­inn kostaði um 1.000 krón­ur ís­lensk­ar.

Hann birti mynd á Reddit með yf­ir­skrift­inni „sh*tty­foodporn“, þar sem von­brigðin leyndu sér ekki. Eins og við var að bú­ast þá fyllt­ist komm­enta­kerfið á auga­bragði. Ein­hverj­ir vildu meina að þetta væri það allra sorg­leg­asta sem þeir hefðu séð og aðrir veltu því fyr­ir sér hvað annað væri í boði á mat­seðlin­um. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem ferðamenn er rukkaðir háar upp­hæðir á vin­sæl­um stöðum sem þess­um, og enn frek­ar eft­ir að Kór­óna­vírus­inn hef­ur sett strik í reikn­ing­inn á svo mörg­um stöðum – þá hafa marg­ir hækkað verðið enn frek­ar. Dæmi eru um að í Bretlandi hafi fólk verið rukkað um 1.300 krón­ur fyr­ir kaffi­bolla á strand­b­ar í Bodr­um svo eitt­hvað sé nefnt.

Maður nokkur pantaði sér salat á matseðli og fékk þessa …
Maður nokk­ur pantaði sér sal­at á mat­seðli og fékk þessa tóm­ata með lauk á toppn­um. mbl.is/​Reddit
mbl.is/​Reddit
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka