Buonasera! Það er vel við hæfi að sletta á ítölsku þegar kjötbollur sem þessar eru á matseðlinum. Hér með ferskum mozzarella og parmesan kartöflumús – alveg eins og það á að vera.
Rétturinn er í boði Hildar Rutar sem segir réttinn alls ekki síðri með spaghettí í staðinn fyrir kartöflumús.
Ítalskar kjötbollur og parmesan kartöflumús (20-24 bollur)
- 500 g nautahakk
- 1 egg
- 1/2 laukur
- 1 dl brauðrasp
- 2 dl rifinn parmesan ostur
- Salt og pipar
- Ítölsk hvítlauksblanda (frá Pottagöldrum)
- Ólífuolía
- Ferskur mozzarella ostur (125 g eða meira)
- Fersk basilíka
- 350-400 g tómat passata
Parmesan kartöflumús (fyrir 2-3)
- 5-7 kartöflur
- 1 dl parmesan ostur
- 3 msk smjör
- 3 msk rjómi
- Salt og pipar
- Hvítlaukskrydd
- Fersk steinselja (má sleppa)
Aðferð:
- Skerið laukinn mjög smátt og blandið saman við nautahakk, egg, lauk, brauðrasp og parmesan ost. Kryddið með ítalskri hvítlauksblöndu, salti og pipar.
- Hnoðið þessu vel saman og notið hendurnar til að móta 20-24 kjötbollur.
- Hitið pönnu vel á miðlungshita og steikið þær upp úr olíu.
- Hellið tómat passata yfir þegar kjötbollurnar eru orðnar steiktar að utan. Bragðbætið svo sósuna með hvítlauksblöndunni, salti og pipar.
- Skerið mozzarella í sneiðar og dreifið þeim yfir kjötbollurnar.
Stórkostleg parmesan kartöflumús.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir