Stórbrotnar ítalskar kjötbollur með parmesan kartöflumús

Ítalskar kjötbollur eru það allra besta og hér úr smiðju …
Ítalskar kjötbollur eru það allra besta og hér úr smiðju Hildar Rutar. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Buonasera! Það er vel við hæfi að sletta á ítölsku þegar kjötbollur sem þessar eru á matseðlinum. Hér með ferskum mozzarella og parmesan kartöflumús – alveg eins og það á að vera.

Rétturinn er í boði Hildar Rutar sem segir réttinn alls ekki síðri með spaghettí í staðinn fyrir kartöflumús.

Ítalskar kjötbollur og parmesan kartöflumús (20-24 bollur)

  • 500 g nautahakk
  • 1 egg
  • 1/2 laukur
  • 1 dl brauðrasp
  • 2 dl rifinn parmesan ostur
  • Salt og pipar
  • Ítölsk hvítlauksblanda (frá Pottagöldrum)
  • Ólífuolía
  • Ferskur mozzarella ostur (125 g eða meira)
  • Fersk basilíka
  • 350-400 g tómat passata

Parmesan kartöflumús (fyrir 2-3)

  • 5-7 kartöflur
  • 1 dl parmesan ostur
  • 3 msk smjör
  • 3 msk rjómi
  • Salt og pipar
  • Hvítlaukskrydd
  • Fersk steinselja (má sleppa)

Aðferð:

  1. Skerið laukinn mjög smátt og blandið saman við nautahakk, egg, lauk, brauðrasp og parmesan ost. Kryddið með ítalskri hvítlauksblöndu, salti og pipar.
  2. Hnoðið þessu vel saman og notið hendurnar til að móta 20-24 kjötbollur.
  3. Hitið pönnu vel á miðlungshita og steikið þær upp úr olíu.
  4. Hellið tómat passata yfir þegar kjötbollurnar eru orðnar steiktar að utan. Bragðbætið svo sósuna með hvítlauksblöndunni, salti og pipar.
  5. Skerið mozzarella í sneiðar og dreifið þeim yfir kjötbollurnar.
Stórkostleg parmesan kartöflumús.
Stórkostleg parmesan kartöflumús. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert