Fjórir nýir molar í konfektkassa Nóa Síríus

Konfektið verður fáanlegt í verslunum frá og með næstu helgi. …
Konfektið verður fáanlegt í verslunum frá og með næstu helgi. Því ættu allir landsmenn að geta nálgast nýju molana og fagnað stórafmælinu með Nóa Síríus Ljósmynd/Aðsend

Fjóra nýja konfektmola verður að finna í konfektkössum sælgætisgerðarinnar Nóa Síríus um helgina í tilefni af 100 ára afmæli fyrirtækisins.

„Þetta er söguleg breyting, enda hefur innihald kassanna haldist meira og minna óbreytt frá upphafi,“ segir Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus, í tilkynningu.

Hugmyndir að nýju molunum hafa verið sóttar í sögu fyrirtækisins. Að sögn Silju varð einn nýi molinn, sem nefndur er laufabrauðsmolinn, til fyrir um áratug þegar ungur starfsmaður blandaði óvart saman tveimur fyllingum, kókos og karamellu, og úr varð blanda sem hafi lengi verið spöruð fyrir rétta tilefnið. Annar nefnist hrafnamoli og er með lakkrísfyllingu. Þriðji molinn á uppruna sinn í því að gömul uppskrift að rjómatrufflu fannst á Árbæjarsafni og er frá þeim tíma að framleiðsla fyrirtækisins var á Barónsstíg. Fjórði molinn kemur úr bókum eins verkstjórans sem hafði þann sið að blanda saman kókos og marsípani í mola fyrir starfsmenn til hátíðarbrigða um jólin.

Konfektkassarnir með nýju molunum verða fáanlegir frá og með næstu helgi og bera sérstaka merkingu í tilefni af afmælinu.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus.
Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert