Það er auðvelt að elska avókadó – ávöxt sem passar inn í ótal rétti, salöt, ídýfur eða jafnvel einn og sér ofan á brauð. Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um avókadó.
- Avókadó inniheldur mikið af fólínsýru sem er t.d. mikilvæg fyrir fósturþroska. Því ættu allar ófrískar konur að borða avókadó reglulega. Í raun lítur hálfskorið avókadó út, með steininum ennþá föstum, eins og ófrísk kona.
- C- og E-vítamín eru leynihráefnin sem fá húðina þína til að glóa. Og það stórkostlega er að avókadó inniheldur bæði þessi vítamín.
- Til að fá avókadó til að þroskast hraðar skaltu setja það í pappapoka – eða það sem er enn áhrifaríkara; setja banana við hliðina á avókadóinu, það á að svínvirka.
- B-vítamín og magnesíum eru það besta fyrir líkamann ef þú ert síþreytt/ur og þarft á hleðslu að halda.
- Það er framleiddur ís úr avókadó víða um heiminn en hann leggst misvel í fólk. Ísinn er framleiddur úr avókadó, mjólk, rjóma, sykri og límónusafa.
- Ávöxturinn inniheldur lítið af sykri og hækkar þar af leiðandi ekki blóðsykurinn. Avókadó er því sagt gott fyrir sykursjúka.
- Avókadó inniheldur mikið magn af trefjum og getur því hjálpað líkamanum með klósettferðirnar – ef þær láta eitthvað standa á sér.
- Gvakamóle er ein besta ídýfa sem til er! Því er frábært að slá tvær flugur í einu höggi og borða eitthvað hollt sem telst líka vera snakk.