Hver er ekki búinn að fá nóg af plastáhöldum, umhverfissóðaskap og almennu ábyrgðarleysi gagnvart umhverfinu og framtíð okkar?
Þessi guðdómlega græja er með því snjallara sem sést hefur. Við erum að tala um samanbrjótanlegan gaffal sem geymdur er í sérlegu sílikonhulstri sem jafnframt er lyklakippa. Ofursnjallt og ótrúlega lekkert.
Nú þarftu aldrei að nota plasthnífapör framar eða fá lánaðan gaffal sem þú veist hreint ekki hver sá um að þrífa.
Til að toppa herlegheitin er líka hægt að fá spork eða skaffal en það er skeið sem jafnframt er gaffall.
Græjan kostar um 5.000 krónur og fæst HÉR.