Keepcup er einn vinsælasti fjölnotabolli heims, enda seldur víðar en margir aðrir sambærilegir – eða í 65 löndum og þar á meðal Íslandi. Og ef heppnin er með þér gætir þú eignast einn slíkan.
Þegar Jamie og Abigail Forsyth opnuðu sitt fyrsta kaffihús í Melbourne árið 1998, voru einnota kaffimál að ryðja sér braut inn á markaðinn. Og eftir því sem tíminn leið og viðskiptin urðu meiri fannst þeim þau verða að huga betur að umhverfinu.
Það var svo árið 2007 sem að þau ákváðu að framleiða sína eigin bolla sem fólk gæti notað aftur og aftur og væru umhverfisvænir. Og fyrir utan að hafa unnið til ýmissa verðlauna má þess einnig geta að KeepCup leggur 1% af allri sölu á heimsvísu til „One Percent for the Planet“-herferðarinnar – sem þess framlag til að starfsfólkið sé ábyrgir borgarar gagnvart umhverfinu.
Langar þig að eignast bolla?
Í samstarfi við EPAL, söluaðila Keepcup á Íslandi – gefum við þrjá bolla að eigin vali. Eina sem þú þarft að gera er að fara inn á Instagram-síðuna okkar HÉR og skrá þig til leiks.
Bollarnir eru einstaklega smart, umhverfisvænir, virka vel og eru þægilegir í hendi, sem skiptir líka miklu máli. Þeir fást í ótal litum og gerðum – því ættu allir að finna sér einhvern við hæfi. En úrvalið má skoða HÉR. Við drögum út föstudaginn 4. september – megi heppnin vera með þér!