Matarmenning á Hótel Geysi

Bjarki Hilmarsson yfirmatreiðslumaður á Hótel Geysi - en hann hefur …
Bjarki Hilmarsson yfirmatreiðslumaður á Hótel Geysi - en hann hefur starfað fyrir hótelið í 27 ár. mbl.is/Hótel Geysir

Á einu fal­leg­asta hót­eli lands­ins er stór­kost­leg­an veit­ingastað að finna. Hér nýt­ur þú mat­ar­ins á hvera­svæði sem geym­ir nátt­úru­undrið Geysi.

Eins og flest­ir hafa tekið eft­ir í sum­ar keyra fín­ustu hót­el lands­ins til­boð sem erfitt er að stand­ast og eft­ir að hafa kynnst Hót­el Geysi af eig­in raun urðum við að vita aðeins meira um hót­elið sem var opnað fyr­ir ári á þeim und­urfagra stað Geysi í Hauka­dal. Hót­elið er reisu­legt og býr yfir mikl­um sjarma, þar sem saga þess er rek­in allt aft­ur til þess tíma er Sig­urður Greips­son stofnaði íþrótta­skól­ann árið 1922 – en út­vegg­ir gamla skól­ans standa enn í miðju húss­ins sem gef­ur nýja hót­el­inu þann karakt­er sem ein­kenn­ir staðinn í dag. Hér hanga ljós­mynd­ir og teikn­ing­ar sem hægt er að gleyma sér við að skoða og tengj­ast sög­unni enn bet­ur.

Á hót­el­inu er þjón­ust­an framúrsk­ar­andi, mat­ur­inn er unaðsleg­ur og um­hverfið dá­sam­legt – hér er allt til fyr­ir­mynd­ar og fag­mennsk­an í fyr­ir­rúmi. Og þú gleym­ir öllu um stund og stað á meðan skyn­færi þín eru að meðtaka allt sem lagt er á borð.

Bjarki með rúgbrauðið sem bakað er í hvernum. En Bergur …
Bjarki með rúg­brauðið sem bakað er í hvern­um. En Berg­ur frá Laug eldaði all­an sinn mat í hol­unni. mbl.is/​Hót­el Geys­ir

Í heim­sókn sem þess­ari gát­um við ekki setið á okk­ur og báðum um að fá að tala við kokk­inn. Við hitt­um yf­ir­mat­reiðslu­mann hót­els­ins, Bjarka Hilm­ars­son, sem hef­ur eldað ofan í gesti staðar­ins í 27 ár. Bjarki þykir af­burðakokk­ur og fagmaður á sínu sviði – sem við get­um heils­hug­ar tekið und­ir eft­ir að hafa snætt á veit­ingastaðnum. Bjarki seg­ir okk­ur að veit­ingastaður­inn taki um 650 manns í sæti, en staður­inn sé á tveim­ur hæðum þó að neðri hæðin sé oft­ast sú sem er í notk­un nema margt sé um mann­inn. Ann­ars eru sal­irn­ir full­komn­ir til að halda stór­ar veisl­ur eins og brúðkaup eða árs­hátíðir.

Veitingasalir hótelsins eru stórglæsilegir og rúma allt að 650 manns …
Veit­inga­sal­ir hót­els­ins eru stór­glæsi­leg­ir og rúma allt að 650 manns í sæti. mbl.is/​Hót­el Geys­ir

Þegar nýtt hót­el er í bygg­ingu hlýt­ur yfir­kokk­ur staðar­ins að fá ein­hverju um það ráðið hvernig eld­húsið lít­ur út – eða hvað? „Jú, ég fékk al­veg að ráða hvernig hönn­un­in átti að vera og skipu­lagið. Ég hafði líka áhrif á hvar niður­föll og inn­stung­ur væru, því það er mik­il­vægt að vinnuaðstaðan henti þeim sem nota hana og um­hverf­inu. Þetta var skemmti­legt verk­efni að fylgja. Mér þykir hönn­un­in á saln­um sjálf­um líka mjög góð – við erum með opið eld­hús sem gef­ur ákveðna dýpt í þetta. Það er gam­an að vinna í opnu eld­húsi þar sem gest­ir fá inn­sýn í okk­ar vinnu og við get­um fylgst með því þegar mat­ur­inn er bor­inn á borð. And­inn úr gamla íþrótta­skól­an­um fylg­ir líka með, sem ger­ir veit­ingastaðinn sér­stak­an og viðmót starfs­fólks­ins full­komn­ar vinnu­dag­inn,“ seg­ir Bjarki. En í eld­hús­inu starfa um átta til tíu manns sem skipta með sér vökt­um.

Hér er allt til fyrirmyndar - þjónustan, maturinn og borðbúnaðurinn …
Hér er allt til fyr­ir­mynd­ar - þjón­ust­an, mat­ur­inn og borðbúnaður­inn er einnig augnayndi. mbl.is/​Hót­el Geys­ir

Mat­seðill­inn á hót­el­inu er fjöl­breytt­ur og því ættu all­ir að finna eitt­hvað við sitt hæfi. Í raun var und­ir­rituð með mik­inn val­kvíða og langaði helst að fá bita af öll­um þeim rétt­um sem í boði voru en endaði á því að velja þorsk með humar­höl­um og fersku sal­ati, sem reynd­ist vera upp­á­halds­rétt­ur kokks­ins þegar síðar var spurt. „Þorsk­ur­inn hef­ur verið lengi hjá okk­ur á mat­seðli og selst alltaf jafn vel. En ég er líka mjög hrif­inn af villi­bráðinni og hlakka til þegar við för­um að nálg­ast það tíma­bil,“ seg­ir Bjarki. „Við skipt­um út mat­seðlin­um tvisvar til þris­var á ári og ég er alltaf að prófa mig áfram með ný hrá­efni og aðferðir. Hrá­efnið okk­ar kem­ur að mestu héðan úr sveit­inni og því alltaf nýtt og ferskt.“

Heit súkkulaðikaka, vanilluís og fersk ber. Namm!
Heit súkkulaðikaka, vanilluís og fersk ber. Namm! mbl.is/​Hót­el Geys­ir

Það er ekki bara kvöld­verðarmat­seðill­inn sem stend­ur upp úr á veit­ingastaðnum, því morg­un­mat­ur­inn kem­ur þar fast á eft­ir og úr­valið eft­ir því. Bara ef all­ir morgn­ar myndu byrja á þess­um nót­um – þá væri lífið ljúft. Í morg­un­verðar­hlaðborðinu má til dæm­is finna hið vin­sæla hvera­brauð sem er bakað í mjólk­ur­fernu og er langt frá búðarkeyptu brauði hvað bragðið varðar. „Við bök­um hvera­brauðið á hverj­um degi yfir sum­arið en sjaldn­ar á vet­urna,“ seg­ir Bjarki okk­ur. „Hér er not­ast við gamla upp­skrift sem er enn í fullu gildi, en brauðið hef­ur verið bakað í hvern­um í yfir 100 ár. Ég hef þó ekki prófað að elda neitt annað í hol­unni þó að hún hafi áður þjónað slíku hlut­verki – hann Berg­ur frá Laug eldaði víst all­an sinn mat í hol­unni. Það tek­ur um 24 tíma að baka eitt brauð og gest­ir geta fengið að koma með og sjá hvernig ferlið fer fram. Við bjóðum upp á hverasmakk þar sem gengið er að svæðinu, ég næ í brauðið og býð upp á bita ásamt eggi, síld og snafsi,“ seg­ir Bjarki.

Rjómalöguð humarsúpa af bestu gerð.
Rjóma­löguð humarsúpa af bestu gerð. mbl.is/​Hót­el Geys­ir

Við spyrj­um Bjarka að lok­um hvað sé fram und­an á veit­ingastaðnum, en villi­bráðar­tíma­bilið fer að detta inn og jóla­hlaðborðin koma þar fljót­lega á eft­ir – en þau byrja um miðjan nóv­em­ber.

Hótel Geysir í Haukadal er reisulegt og fallegt hótel.
Hót­el Geys­ir í Hauka­dal er reisu­legt og fal­legt hót­el. mbl.is/​Hót­el Geys­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert