Ný heilsulind var opnuð nú á dögunum í einni byggingunni hjá Carlsberg í Kaupmannahöfn. Draumkenndur staður sem vert er að heimsækja.
Við höfum öll þörf fyrir að gera vel við okkur og láta amstur dagsins líða úr líkamanum. Í þessari heilsulind muntu alls ekki verða fyrir vonbrigðum því staðurinn fær þig til að gleyma stund og stað. Staðurinn heitir Aire Ancient Baths og þekkist einnig í stórborgunum Barcelona og New York.
Markmið staðarins er að taka þig aftur til rómverskra tíma, þar sem fólk sótti í rólegheit, slökun og vellíðan. Staðurinn er á Hótel Ottilia sem er í einni af nýju Carlsberg-byggingunum og er með flottari hótelum sem við höfum séð til þessa en það var opnað á síðasta ári. Maturinn þar þykir einnig það góður að sögur fara af – og möguleiki er að panta herbergi í turninum á hótelinu með útsýni sem þig gæti ekki dreymt um. Þess má einnig geta að nafnið Ottilia er nafn eiginkonu Carls Jacobsens, sem er sonur stofnanda Carlsberg – J.C. Jacobsens.
Á heilsulindinni finnur þú saltvatnslaug, sána og möguleiki er á nuddmeðferðum – en hægt er að bóka tíma HÉR.