Það eru ótal leiðir til að búa til kaffi, en undirstaðan er fyrst og fremst hráefnið og þar á eftir vélin sem skenkir okkur í bollann.
Hvernig við blöndum kaffið okkar fer allt eftir menningarheiminum sem við búum í, þjóðlegum venjum og persónulegum smekk – og oft á tíðum undirbúningsferlinu. Vissir þú að ef vatn nær ekki suðu í ferlinu verður kaffibragðið dálítið súrt. Ef vatnið er aftur á móti of heitt, þá leysast bitar úr kaffinu sem geta haft áhrif á kaffið. Þess vegna er gott að eiga vél sem sér til þess að kaffið þitt sé alltaf fullkomið.
Ein vinsælasta kaffivélin, sem sannir kaffiunnendur elska, er Salita frá GRAEF – en hún sér til þess að þú fáir alltaf kaffið eins og þú vilt hafa það. Og það er alls ekki að ástæðulausu að Salita-kaffivélarnar hlutu PLUS X-verðlaun árið 2020, fyrir gæði, hönnun og notkunarvænleika.
Vélinni fylgja tvær stærðir fyrir sigti, fyrir 1 eða 2 bolla – ásamt kaffiskeið með þjappara. Vatnstankurinn (1,25 l) og bakkinn eru færanlegir, gufustúturinn er hraðvirkur og enn fremur lengri en gengur og gerist. Vélin hitar vatnið á stuttum tíma (u.þ.b. 35 sek.) með jafnri stýringu og er afar einföld í notkun. Og hægt er að laga tvo bolla samtímis sem kemur sér vel í gestagangi.
Hægt er að kaupa vélina hér á landi en það er sælkeraverslunin Kokka sem selur Salita-kaffivélarnar hér á landi.