Ef þú ert ekki týpan sem mætir með afganga í nestisboxi í vinnuna eða skólann – þá mun það allt breytast eftir að þú kynnist þessum boxum.
Nestisboxin frá Uhmm, eru það falleg að þú munt ekki vilja láta sjá þig með neitt annað hér eftir. Hér er um hágæða danska hönnun að ræða úr endurvinnanlegu plasti. Boxin eru innblásin frá víetnamskri menningu þar sem matur er borðaður á pálmalaufum. Hægt er að brjóta boxin út alveg flöt og vera þannig komin með skál eða disk á augabragði á borðið – og þú týnir aldrei lokinu.
Uhmm boxin fást í ýmsum litum og stærðum og eru einstaklega fyrirferðalítil. Þau þola örbylgjuofn, frysti og uppþvottavél sem gera boxin enn nýtanlegri. Boxunum fylgir teygja í lit, en hægt er að kaupa fleiri liti af teygjum fyrir þá sem vilja ákveðinn stíl á boxið sitt. Hér er án efa um fjölnota box að ræða, sem gæti allt eins geymt fyrir okkur smádót sem annars á til að fara á flakk – fyrir þá sem vilja koma skipulagi á skúffurnar. Uhmm boxin eru fáanleg í versluninni Kokku.