Ræktar grænmeti í yfirstærð

Shaun Perryman ræktar grænmeti í yfirstærð í garðinum heima.
Shaun Perryman ræktar grænmeti í yfirstærð í garðinum heima. mbl.is/ SWNS

Það er mikilvægt að borða nóg af grænmeti yfir daginn, en það veltur eflaust líka á stærðinni á grænmetinu ef miða má við það risagrænmeti sem við sjáum þarna úti.  

Shaun Perryman er einn af þeim sem rækta grænmeti í yfirstærð í garðinum heima, en hann hefur til dæmis ræktað tómata sem eru stærri en lófi hans og kál á stærð við lítinn krakka. Hann byrjaði að rækta grænmeti fyrir þremur árum og í fyrstu gaf hann mikið af uppskerunni til vegan vina og fjölskyldu þar sem hann borðaði ekki mikið af því sjálfur. En risagrasker verður tekið upp í næsta mánuði, rétt fyrir hrekkjavökuhátíðina. Shaun þykir garðvinnan róandi og hefur hjálpað honum mikið andlega.

Nýlega tók Shaun upp ein stærsta kálhausinn til þessa sem vegur yfir níu kíló. Hann ákvað strax að gefa kálið til góðgerðarstofnunarinnar St. Wilfrid's – þar sem það kæmi að betri notum en í eldhúsinu heima hjá honum. Starfsmenn stofnunarinnar sögðu í fréttum að þau hefðu átt í erfiðleikum með að útvega ferskt og gott grænmeti á tímum kórónuveirunnar og því hefði þessi rausnarlega gjöf komið að góðum notum. Shaun færði þeim einnig mikið af kúrbít og rabarbara – allt í yfirstærð.

Shaun stefnir á að taka þátt í samkeppni um „stærstu“ grænmetisræktunina á næsta ári, og sækist alls ekki eftir sigri, heldur hlakkar til að hitta aðra ræktendur og geta skipst á ráðum og sögum um risagrænmeti.

mbl.is/ SWNS
mbl.is/ SWNS
mbl.is/ SWNS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert