Uppskriftin óbreytt í 100 ár

Ljósmynd/Olafsson

Um þessar mundir er haldin hátíðleg á heimsvísu vika til heiðurs Negroni (14. til 21. september) en þessi sígildi ítalski kokteill á rætur sínar að rekja til Flórens. Hanastélin gerast varla einfaldari. Sætum vermúth, Campari og gini er blandað saman í jöfnum hlutföllum yfir klaka, bætt við örþunnri sneið eða berki af appelsínuberki og hrært í.

Sagan segir að fyrsti Negroni drykkurinn hafi verið hrærður árið 1919 þegar Camillo Negroni greifi spurði félaga sinn barþjóninn Forsco Scarselli á Caffe Casoni í Flórens hvort ekki væri hægt að fá sterkari útgáfu af svokölluðum Americano kokteil. Scarselli brást við með því að skipta út sódavatni fyrir ginið og sítrónusneið fyrir applesínu. Úr varð þessi kröftugi kokteill sem sló í gegn enda skotheld leið til að starta gleðskap hratt og vel.

Grunnuppskriftin hefur verið sú sama í yfir hundrað ár en ýmsar skemmtilegar útgáfur eru líka til. Þar á meðal þessi eftir Þórhildi Kristínu Lárentsínusdóttur, sem er margverðlaunaður barþjónn. 

Negroni með snúningi

  • 30 ml Ólafsson gin
  • 30 ml Ljóst og þurrt vermouth (til dæmis Dolin Vermouth Dry)
  • 15 ml Campari
  • 15 ml Aperol

Klassískur Negroni

  • 30 ml Ólafsson gin
  • 30 ml sætur vermúth
  • 30 ml Campari
  • Þunn appelsínusneið/börkur
Ljósmynd/Olafsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert