Þegar breytingar sem þessar heppnast betur en hugsast getur – þá verðum við að deila árangrinum. Það eru Coci Studio sem komu hér að breytingum í gömlu eldhúsi í Genf. Hér býr kvikmyndagerðafólk sem elskar að taka á móti gestum og gleðjast yfir góðan mat og vínglasi.
Fyrra skipulag eldhússins var í óhentugum hlutföllum og meira lokað – fyrir utan hvað innréttingarnar voru farnar að láta á sjá og þar með talið gólfefnið. Því var allt rifið út og byrjað upp á nýtt.
Í dag er mun betra flæði í rýminu og hér má sjá bekki sem snúa bak í bak – þá annar inn í borðstofu og hinn inn í stofu. En bekkurinn virkar eins og nokkurskonar skilrúm á milli þessa tveggja rýma. Upp frá bekkjunum er síðan milliveggur með gleri sem dregur athyglina að hárri lofthæð.
Litavalið er einnig áhugavert, en hér er notast við frumefnin brass, marmara og ljós. Djúpur grænn litur prýðir skápa og skúffur og stjarnan í rýminu er án efa háfurinn sem er alls ekki í felum í þessu eldhúsi.