Eldhúsframleiðandi í samstarf við þekktan arkitekt

Nýtt samstarfsverkefni eldhúsframleiðandans Reform og Norm Architects.
Nýtt samstarfsverkefni eldhúsframleiðandans Reform og Norm Architects. Mbl.is/© Reform

Eldhúsframleiðandinn Reform, kynnti á dögunum nýtt samstarf við Norm Architects – margverðlaunaða arkitekta og hönnuði síðari ára.  

Reform hefur í samstarfi við Norm Architects, unnið hörðum höndum að því að búa til nýtt eldhús sem geymir allt sem neytandinn leitar að - með því að betrumbæta það sem þeir áður buðu upp á. Reform leitast eftir að vera besti eldhúsframleiðandinn í sýnum flokki, með því að framleiða sjálfbæra eldhúsklassík sem endist alla ævi.

Nýja hönnunin kallast Profile, og er með nútímalegu yfirbragði með innfelldum höldum og ávölu sniði – framleitt úr endingargóðu áli í þremur litatónum. Þar sem þrif verða leikur einn! Innréttingarnar sjálfar finnast svo í ótal lakkmöttuðum litbrigðum – hvert öðru fallegra.

Tímalaus hönnun.
Tímalaus hönnun. Mbl.is/© Reform
Innréttingarnar eru vandaðar og gæðin skína í gegn.
Innréttingarnar eru vandaðar og gæðin skína í gegn. Mbl.is/© Reform
Mbl.is/© Reform
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert