Fimm matvörur sem styrkja líkamann

Matvörur sem lengja lífið!
Matvörur sem lengja lífið! mbl.is/Femina

Sem betur fer getum við borðað bragðgóðan mat til að styrkja beinin og hjartað. Hér eru nokkrar matvörur sem við mættum hafa oftar upp á borðunum – og lengja lífið.

Parmesan
Rífið niður parmesan ost yfir salatið eða pastaréttinn. Það bætir ekki einungis bragðið, heldur bætir við miklu magni af kalsíum. Steinefnið er lykilatriði við að byggja upp sterk bein, sem t.d. allar konur ættu að einbeita sér að til að forðast beinþynningu.

Þorskhrogn
Hrogn eru rík af D-vítamíni og í raun vítamínum sem gegna mikilvægu hlutverki fyrir ónæmiskerfið og skapgerð.

Rjómasúkkulaði
Vísindamenn velta því fyrir sér hvort að verkjastillandi efni séu að finna í kakói súkkulaðisins, sem virðist vera svo dásamleg huggun þegar manni líður illa. Og athygli hefur beinst að því að rjómasúkkulaði virðist virka betur en dökkt súkkulaði, þrátt fyrir hærra kakóinnihaldi í því síðarnefnda.

Avókadó
Rannsóknir hafa sýnt fram á að konur fara fram úr körlum þegar kemur að hjarta- og æðasjúkdómum – að minnsta kosti þegar þær eldast. Þess vegna er mikilvægt fyrir blóðrásina að borða hjartavænan mat. Avókadó er eitt af þeim matvörum sem gott er að borða, því ávöxturinn inniheldur MUFA-fitu – en hún er talin vera ein af ríkjandi ástæðum þess að Miðjarðarhafsmatargerð er svo hjartavæn. Ólífur og hnetur eru einnig góðir kostir, en ef þú elskar avókadó skaltu borða hann af bestu lyst.

Rósakál
Þessir litlu kálkubbar eru sérlega góðir – og þá sérstaklega fyrir konur. Maður ætti aldrei að segjast geta borðað eitthvað til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi, en undanfarin ár hafa vísindin gefið okkur raunverulega trú á að matur geti haft áhrif á krabbamein. Rannsóknir hafa sýnt fram á að konur sem borðar rósakál, brokkolí og annað krafmikið kál – fái tvisvar til fjórum sinnum sjaldnar brjóstakrabbamein en þær sem borða sjaldan þessa tegund grænmetis. Leyndarmálið á bak við kálið eru efni sem hindra nokkur ensím sem geta valdið útbreiðslu krabbameins og eyðileggja krabbameinsvaldandi sameind í líkamanum sem önnur hver kona með brjóstakrabbamein greinist með óvenju mikið af í kroppnum. 

mbl.is/colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert