Gott salat er gulli betra var eitt sinn sagt og ef það er eitthvað sem flestir kunna að meta þá er það gott salat. Hér er uppskrift að skinkusalati sem þykir yfirburða og það er ekki auðvelt að fá þannig meðmæli nú til dag. Hafrabrauðið er svo til háborinnar fyrirmyndar eins og við var að búast enda höfundur uppskriftar engin önnur en Berglind Guðmundsdóttir hjá Gulur, rauður, grænn og salt eða grgs.is.
Hafrabrauð
Setjið þurrgerið saman við fingurvolgt vatn og látið standa í 10 mínútur. Blandið öllum hráefnunum saman í skál, ásamt gerblöndunni, og hnoðið vel. Látið hefast í klukkustund. Hnoðið aftur og setjið í form með smjörpappír. Skerið línur í deigið með beittum hníf og stráið hveiti yfir brauðið. Leyfið að hefast í 30 mínútur til viðbótar. Setjið í 220°C heitan ofn í 5 mínútur og lækkið þá hitann í 180°C. Bakið í 30 mínútur.
Skinku- og eggjasalat
Setjið majónes í skál. Skerið egg og skinku niður í litla bita. Hellið smá af safanum af aspasinum saman við majónesið. Skerið aspasinn niður í litla bita og bætið saman við. Blandið öllu vel saman og kælið.