Sló heimsmet í kexáti

Heimsmethafi í Oreo kexáti! 141 kexkökur á einungis fimm mínútum.
Heimsmethafi í Oreo kexáti! 141 kexkökur á einungis fimm mínútum. mbl.is/Craig Harker/SWNS.COM

Nýtt heims­met hef­ur verið slegið í Oreo kex-áti, en sá sem lenti í öðru sæti var ein­ung­is fjór­um kex­kök­um frá met­haf­an­um.

Max Stan­ford frá London er nýji heims­met­haf­inn eft­ir að hafa raðað í sig hvorki meira né minna en 141 Oreo kex­köku á ein­ung­is fimm mín­út­um. En áður var það Kan­adamaður­inn Jon­ath­an Cl­ar­ke sem átti metið, en hann borðaði 78 kex­kök­ur á fimm mín­út­um.

Það var krá­ar­eig­and­inn Craig Har­ker sem setti áskor­un­ina af stað og sagði jafn­framt að þátt­tak­end­ur hafi fengið val um vatns­glas eða mjólk­urglas til að dýfa kex­inu ofan í – þar sem kexið er ansi þurrt.

En svo virðist sem þátt­tak­end­ur hafi alið með sér sér­staka aðferð þar sem Max borðaði að öllu jafna tvö kex í einu, á meðan ann­ar stakk fjór­um kex­kök­um upp í sig í ein­um bita.  

mbl.is/​Craig Har­ker/​SWNS.COM
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert