Leyndarmálið á bak við magavöðva J.Lo

Ljósmynd/skjáskot af Instagram

Þetta er mögu­lega ein eft­ir­teksta­verðasta setn­ing síðari ára og maður spyr sig hvað átt sé við? En öll vit­um við að hin 51 árs gamla Jenni­fer Lopez er með ein­stak­lega öfl­uga maga­vöðva og svo spill­ir ekki fyr­ir lág fitu­pró­s­enda fram­an á téðum kviðvöðvum þannig að þeir sjást ein­stak­lega vel.

Lopez er með svaka­lega magar­útínu þar sem hún pússl­ar þrem­ur magaæf­ing­um sam­an og end­ur­tek­ur síðan allt settið þris­var... en það er ekki frétt­in.

Það sem er merki­leg­ast hér er að nær­ing­ar­fræðing­ur henn­ar, Kel­vin Fern­and­ez, sagði þessi fleygu orð: Maga­vöðvar J.Lo verða til í eld­hús­inu. Að sögn hans tók Lopez veru­lega til í mataræði sínu í fyrra meðan hún und­ir­bjó sig fyr­ir Of­ur­skál­ina. Inn í pró­gramm­in­um var meðal ann­ars 10 daga hreinsikúr þar sem hún tók úr all­an syk­ur og kol­vetni. Að kúrn­um lokið leið Lopez svo vel að hún hef­ur haldið sig við það mataræði. Ísskáp­ur­inn henn­ar alltaf full­ur af græn­meti og græn­um söf­um og alls kyns góðgæti sem gælir við kropp­inn.

Jennifer Lopez í ræktargallanum.
Jenni­fer Lopez í rækt­argall­an­um. skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert