Bjargaði gulrót með vatnsglasi

Gulrætur og annað grænmeti er oftar en ekki haldið vökvaskorti …
Gulrætur og annað grænmeti er oftar en ekki haldið vökvaskorti í ísskápnum okkar. mbl.is/colourbox

Hér er húsráð sem þig óraði ekki að væri til! Og það besta er að það spornar við allri matarsóun.

Hversu oft kaupum við grænmeti sem er farið að láta á sjá í lok vikunnar? Kona nokkur að nafni Lottie Dalzeil birti myndband á TikTok þar sem hún sýnir hvernig hún dýfir gulrót sem virkar gömul og ónýt í vatnsglas. Fimm mínútum seinna er gulrótin sem „ný“. Hún segir að grænmetið okkar sé eflaust bara haldið vökvaskorti og þess vegna líti það út fyrir að vera ónýtt. Þetta gildir þó bara um ef grænmetið er orðið mjúkt en ekki með svörtum myglublettum á.

Þetta stórkostlega vatns-trix má einnig nota á sellerí og kartöflur sem eru orðnar mjúkar. En tímamörkin í vatninu getur verið misjafnt, fer allt eftir því hversu miklum vökvaskorti matvaran er haldin. Þetta húsráð má sannarlega prófa í stað þess að henda matvælum út sem eru í góðu lagi – þau eru bara örlítið þyrst.

Hér má sjá gulrótina sem fékk smá vatn að drekka …
Hér má sjá gulrótina sem fékk smá vatn að drekka og varð eins og ný fyrir vikið. mbl.is/ @lottiedalziel/Tiktok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert