Hér erum við með uppskrift sem er sérstaklega vinsæl hjá börnum - það er að segja krispí kjúklingur. Að minnsta kosti er það þannig á mínu heimili. Ekki spillir sósan fyrir en hún passar einstaklega vel við. Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að uppskriftinni sem klikkar ekki fremur en fyrri daginn.
„Á veitingastöðum er oft hægt að fá krispí kjúklingalundir með hunangs-sinnepssósu. Mig langaði að prófa að útbúa svona heima og skoðaði alls konar hugmyndir á netinu. Það er ýmist hægt að baka eða olíusteikja kjúklinginn og síðan eru flestar uppskriftir af hunangs-sinnepssósu frekar svipaðar."
„Ég datt inn á ofurgirnilega uppskrift hjá Natashas Kitchen en ég elska að fylgjast með henni. Hún er með mjög girnilegar uppskriftir, gerir skemmtileg video og ég mæli með þið skoðið síðuna hennar. Það sem mér finnst áhugavert við þessa uppskrift er marineringin sem kjúklingurinn var látinn í áður en honum er velt upp úr raspi og ég er handviss að gerði hér gæfumuninn. Ég breytti einhverju örlitlu eins og gengur og gerist þegar maður er í eldhúsinu og hér fyrir neðan kemur uppskriftin eins og ég útfærði hana," segir Berglind um uppskriftina.
Kjúklingur
Aðferð:
Hunangs-sinnepssósa
Hrærið öllu saman í skál með písk, geymið í kæli fram að notkun.