Sjö matvörur sem gera þig glaðan

Það eru til matvörur sem létta lundina.
Það eru til matvörur sem létta lundina. mbl.is/colourbox

Hér erum við ekki að fara að vísa í súkkulaði, þó að það sé ein af þeim matvörum sem gleðja. Hér eru matvörur sem innihalda efni sem gleðja þig á annan máta.

Við vitum að heilinn notar næringarefni sem hjálpa honum að þróast. Og með nútímarannsóknum segja vísindamenn okkur að heilinn og skap okkar sé háð því hvað við leggjum okkur til munns.

Þegar þú finnur fyrir gleði, þá er það heilinn sem sendir rafboð út um líkamann. En til þess að heilinn sendi þessi skilaboð áfram hefur hann þörf fyrir efni eins og serótónín. Og ef þú vilt halda þér glöðum og ánægðum, þá snýst þetta um að borða matvæli sem innihalda „hamingjuefni“ sem heilinn þarfnast; prótín, holla ómettaða fitu, ávexti, grænmeti og kolvetni.

Matvörurnar sem gera þig glaðan

Fiskur er fullur af nauðsynlegum fitusýrum, eða ómega 3 – en skortur á því getur haft áhrif á skapið. Margar tilraunir hafa verið gerðar sem sýna tengslin á milli of lítils af góðri fitu úr t.d. feitum fiski og of lítils magns af serótóníni í heilanum – en það getur í versta falli leitt til þunglyndis. Því er mælt með fiski þrisvar í viku til að auka serótónínið í heilanum.

Grænt grænmeti er ekki aðeins gott fyrir augun, það er líka gott fyrir skapið. Hér erum við að vitna í laufgrænmeti eins og spínat, ýmis salöt og spergilkál, en allt þetta inniheldur mikið af B- og C-vítamínum ásamt fólínsýru sem hjálpar til við að skapa jafnvægi í serótónínmagninu. Nú er tími til að henda grænkáli, blómkáli og rósakáli í matarkörfuna.

Mjólk og jógúrt innihalda meðal annars góð B-vítamín sem eru mikilvæg fyrir taugakerfið. Að auki innihalda mjólkurafurðir efnið tryptófan sem kemur stöðugleika á skapið og hefur róandi áhrif á hugann. Það gæti einnig útskýrt hvers vegna margir vilja mjólkurglas fyrir svefninn.

Hnetur og þá sérstaklega valhnetur, eru áhrifaríkur heilamatur – fullar af sinki, B-vítamínum, tryptófani og heilbrigðum ómega-3-fitusýrum.

Fræ og kjarnar innihalda líka svokölluð hamingjuefni eða sink og B-vítamín og sérstaklega heilbrigðar ómettaðar fitusýrur. Með því að borða mikið af sólblómaolíu og graskerfræjum, eða sesam- og hörfræjum, hífir þú upp húmorinn. Í raun innihalda 2 tsk af chiafræjum meira af n-3-fitusýrum en eitt laxaflak.

Kalkúnn og kjúklingur eru góðir orkugjafar sem innihalda mikið prótín og halda blóðsykrinum stöðugum. Og það er gott fyrir skapið. Að auki innihalda kjúklingur og kalkúnn mikið af tryptófan, sem myndar serótónín í heilanum. Sumir finna jafnvel fyrir smá rólegheitum eftir að hafa borðað fuglakjöt.

Heilkorn er gullkorn! Fyrir utan að vera holl og mettandi eru þau rík að B-vítamínum sem hjálpa til við að styrkja heilann og viðhalda taugakerfinu. Ýttu undir góða skapið með því að borða mikið af heilkornum, hveitikími, haframjöli og sprungnum rúgkjörnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert