Hvernig má það vera að við fáum aldrei neitt svona skemmtilegt hér á landi? Sérfræðingar vestanhafs sverja að þessar tímabundnu nýjungar frá Coke og Sprite séu þess eðlis að aðventan lengist og verði betri, tilveran bjartari og umtalsvert meira kósí.
Við erum að tala um kanil-kók og trönuberja-sprite.
Nýjungarnar verða einungis fáanlegar í nokkrar vikur erlendis og er ekki búist við þeim hingað til lands.