Dásamlega bragðgóð mánudagsbleikja

Ljósmynd/María Gomez

Það er fátt betra en góð bleikja og hér er skemmti­lega ein­föld og fjöl­skyldu­væn upp­skrift sem ætti að slá í gegn á hverju heim­ili. Það er eng­in önn­ur en María Gomez á Paz.is sem á heiður­inn af þess­ari snilld.

Ljós­mynd/​María Gomez

Dásamlega bragðgóð mánudagsbleikja

Vista Prenta

Dá­sam­lega bragðgóð mánu­dags­bleikja

  • 4 stk. bleikju­flök
  • 50 gr pan­ko-rasp (má líka nota bara brauð sem búið er að mala í bland­ara)
  • 1 msk. fersk­ur graslauk­ur
  • börk­ur af ferskri sítr­ónu
  • 1 askja af Phila­delp­hia með hvít­lauk og kryd­d­jurt­um
  • salt og pip­ar
  • meðlæti: sæt­ar Avi­ko-fransk­ar og venju­leg­ar
  • ferskt sal­at að eig­in vali

Aðferð

  1. Hitið ofn­inn á 180°C.
  2. Byrjið á að setja fransk­arn­ar inn í ofn meðan bleikj­an og sal­at er út­búið því þær þurfa lengri tíma.
  3. Takið næst bleikju­flök­in og saltið þau og piprið.
  4. Smyrjið vel af Phila­delp­hia-ost­in­um yfir flök­in, helst þykku lagi.
  5. Blandið næst pan­koraspi eða brauðmylsnu, graslauk og sítr­ónu­berki sam­an í skál og hrærið vel í.
  6. Stráið yfir Phila­delp­hia-ost­inn á bleikju­flök­un­um og setjið í ofn í eins og 20 mín.
  7. Berið svo fram með sal­at­inu og frönsk­un­um.
Ljós­mynd/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert