Dásamlega bragðgóð mánudagsbleikja

Ljósmynd/María Gomez

Það er fátt betra en góð bleikja og hér er skemmtilega einföld og fjölskylduvæn uppskrift sem ætti að slá í gegn á hverju heimili. Það er engin önnur en María Gomez á Paz.is sem á heiðurinn af þessari snilld.

Ljósmynd/María Gomez

Dásamlega bragðgóð mánudagsbleikja

  • 4 stk. bleikjuflök
  • 50 gr panko-rasp (má líka nota bara brauð sem búið er að mala í blandara)
  • 1 msk. ferskur graslaukur
  • börkur af ferskri sítrónu
  • 1 askja af Philadelphia með hvítlauk og kryddjurtum
  • salt og pipar
  • meðlæti: sætar Aviko-franskar og venjulegar
  • ferskt salat að eigin vali

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 180°C.
  2. Byrjið á að setja franskarnar inn í ofn meðan bleikjan og salat er útbúið því þær þurfa lengri tíma.
  3. Takið næst bleikjuflökin og saltið þau og piprið.
  4. Smyrjið vel af Philadelphia-ostinum yfir flökin, helst þykku lagi.
  5. Blandið næst pankoraspi eða brauðmylsnu, graslauk og sítrónuberki saman í skál og hrærið vel í.
  6. Stráið yfir Philadelphia-ostinn á bleikjuflökunum og setjið í ofn í eins og 20 mín.
  7. Berið svo fram með salatinu og frönskunum.
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert