Svona nærðu stjórn á vigtinni

Áttu erfitt með að berjast við vigtina.
Áttu erfitt með að berjast við vigtina. mbl.is/colourbox

Það nennir enginn til lengdar að slást við tölurnar á vigtinni, en kannski að þessi ráð hérna geti hjálpað til. Sumt höfum við margoft heyrt áður en annað er nýtt – og við tökum það til okkar sem hentar.

Svona nærðu stjórn á vigtinni

  • Láttu grænmeti, korn, ber og kál vera mestu fyllinguna á disknum.
  • Bættu við hreyfingu í athafnir þínar yfir daginn. Stattu upp á klukkutíma fresti. Stundaðu æfingu á stofugólfinu á meðan þú horfir á sjónvarpið. Farðu út að labba eða hjóla – allt sem þú ræður við.
  • Verslaðu í matinn þegar þú ert saddur/södd. Annars rýkur skynsemin fljótt út um gluggann og matarkarfan fyllist af sætindum. Skrifaðu innkaupalista svo að þú kaupir ekki eintóma vitleysu.
  • Búðu til alvörumat, þá meinum við ekki fljótlega óhollustu.
  • Gættu þess að borða ekki of mikið af óþarfa kaloríum á milli mála. Drekktu nóg af vatni.
  • Borðaðu þar til þú ert ekki lengur svangur/svöng, en ekki þar til þú ert að springa. Taktu minni munnbita og tyggðu matinn vandlega.
  • Ekki borða allt af disknum út af skyldurækni, ekki einu sinni á veitingastað. Taktu frekar afgangana með þér heim.
  • Reyndu að fá góðan nætursvefn – slökktu á sjónvarpinu og farsímanum og dempaðu lýsinguna í herberginu. Lélegur svefn kallar á stress og fær okkur til að borða óhollara og meira.
  • Ekki óttast hungur – þú ert ekkert að fara deyja þó að þú missir af einni millimáltíð.
  • Hugsaðu um átta tíma regluna. Að borða allar máltíðir innan átta klukkustunda yfir daginn. Sumir telja jafnframt að maður eigi að sleppa morgunmatnum, en því eru ekki allir sammála.
  • Besta leiðin til að borða ekki sætindi og snakk yfir sjónvarpinu á kvöldin er að sleppa því að kaupa það. Fáðu þér hollari bita ef þú vilt japla á einhverju á kvöldin.
  • Settu þér raunhæf markmið og hugsaðu út í það hvernig þú vilt léttast. Ef þú ferð of geyst af stað eru líkur á að þú munir missa þráðinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert