Besta leiðin til að frysta ost

Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Það eru ýmsar leiðir til að frysta ost, því það fer dálítið eftir því hvernig ost við ætlum að frysta og þá er betra að hafa réttu handtökin þegar við ráðumst í það verk.

Harðir ostar

Ef þú ætlar að frysta ost er best að halda sig við harðan ost eins og Cheddar. Þegar þú frystir harðan ost er gott að raspa hann og setja í frystipoka. Eins getur þú skorið ostinn í litla teninga og sett í frystipoka. Ef þú setur stórt oststykki í frysti eru miklar líkur á að hann molni – svo við mælum ekki með því.

Mjúkir ostar

Ef þú vilt frysta mjúkan ost, eins og t.d. Brie, er best að skera hann niður og vefja hvern bita fyrir sig inn og setja þannig í frysti. Það er ekki mælt með að frysta rjómaost þar sem hann getur orðið kornóttur og vatnskenndur þegar hann þiðnar.

Hvernig er best að þíða ost?

Geymdu ostinn í frystipokanum eða ílátinu og láttu þiðna inni í ísskáp í sólarhring.

Hvað geymist ostur lengi í frysti?

Samkvæmt heimasíðu Food Safety ætti ostur að haldast góður í sex mánuði í frysti.

mbl.is/colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert