Mexíkóskur matur er ólýsanlega góður og getur nánast ekki klikkað í matreiðslu. Hér býður Hildur Rut okkur upp á veislu sem er fljótleg og einstaklega góð – eða burrito með kjúklingi, kínóa og guacamole.
Mexíkósk veisla af allra bestu gerð (fyrir 4)
- 600 g kjúklingalundir (má nota kjúklingabringur eða annað)
- 1 lítill laukur, skorinn í strimla
- 2 msk ólífuolía
- ½ lime
- ¼ tsk. cayennepipar
- ½ tsk. kummín
- 1 tsk. salt
- ½ tsk. pipar
- stórar tortillur
- express quinoa spicy mexican frá Quinola
- rjómaostur
- rifinn cheddarostur
- sýrður rjómi
Guacamole með cheddarosti
- 2 avókadó
- 1 dl rifinn cheddarostur
- ½ lime
- 1 msk. ferskur kóríander (má sleppa)
- salt og pipar
- cayennepipar
- 1-2 msk. rauðlaukur
- 2 tómatar
Aðferð:
- Snyrtið kjúklinginn og skerið í minni bita.
- Blandið saman ólífuolíu, safa úr lime, cayennepipar, kummíni, salti og pipar og veltið kjúklingnum upp úr blöndunni.
- Steikið kjúklinginn og laukinn upp úr ólífuolíu þar til hann er eldaður í gegn.
- Smyrjið rjómaosti á tortillurnar, dreifið 2-3 msk kínóa á þær, kjúklingi og rifnum cheddarosti.
- Rúllið tortillunum upp í burrito, penslið með ólífuolíu og bakið í 10 mínútur við 180°C.
- Berið fram með guacamole og sýrðum rjóma.
Guacamole með cheddarosti
- Blandið avókadó, cheddarosti, safa úr lime, kóríander, salt og pipar með töfrasprota (það er líka gott að stappa þessu saman ef þið eigið ekki töfrasprota).
- Skerið rauðlauk og tómata smátt og blandið saman með skeið.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir