Flestir eiga fjölnota plastíát í eldhúsinu sem notuð eru ár eftir ár. En hversu lengi skyldu slík ílát endast og er einhver þumalputtaregla sem hægt er að fara eftir?
Svarið er í stuttu máli nei, en þó er ýmislegt sem ber að hafa í huga. Mestu máli skiptir hversu gott plastið er. Ef það upplitast auðveldlega og rispast strax ertu með fremur lélega vöru í höndunum. Hætta er á að plastið innihaldi efni á borð við BPA, sem þú vilt ekki fá út í matinn. Þess vegna borgar sig alltaf að losa sig við ílát sem farin eru að láta verulega á sjá og vanda valið þegar valið er.
Framleiðendur eru eins misjafnir og þeir eru margir og gott plastílát – eða ílát almennt – er fjárfesting sem ber að vanda sig við.