Meistari Emmsjé Gauti er með plan um hvernig við björgum jólunum og er það í fimm liðum – útpælt og afar ábyrgðarfullt.
Þar hefur hann í samstarfi við Dominos tryggt jólafæðuöryggi þjóðarinnar með því að sérhanna sérlega pítsu sem bragðast eins og ef pítsa og hamborgari eignuðust hið fullkomna afkvæmi. Svo góð er pítsan að sögn Emmsjé Gauta að tilfinningin sem hann fær þegar hann boðar hana er sama tilfinning og þegar mamma hans kallar á hann klukkan sex á jólunum.
Að sögn talsmanna Dominos var einstaklega gaman að vinna verkefnið með Gauta enda sé hann mikill börger- og pítsuaðdáandi. Á pítsunni er beikonkurl, hakk, cheddar, hálfþurrkaðir tómatar, rauðlaukur og að sjálfsögðu súrar gúrkur og hamborgarasósa til að gefa þessu alvöruhamborgarafíling. Þessi pítsa kemur mjög skemmtilega á óvart og við getum lofað pítsu- og börgeraðdáendum alvöru bragðlaukaveislu.
Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.