Bragðgóður bröns frá Hildi Rut

Bláberjapönnukökur og eggjasalat með cheddar osti í boði Hildar Rutar.
Bláberjapönnukökur og eggjasalat með cheddar osti í boði Hildar Rutar. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Það er ekkert annað í stöðunni en að gera vel við sig á þessum óvissutímum. Og þá er fljótlegur bröns alltaf vinsæll hjá fjölskyldunni. Hér býður Hildur Rut okkur upp á bláberjapönnukökur og eggjasalat með cheddar osti.

Bragðgóður bröns frá Hildi Rut

Bláberjapönnukökur

  • 1 pönnukökumix frá Kötlu
  • 4 dl mjólk
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 dl bláber, skorin í minni bita

Eggjasalat með cheddar osti

  • 4 medium soðin egg
  • 1 dl rifinn cheddar ostur
  • Salt og pipar
  • Fersk steinselja

Aðferð:

Bláberjapönnukökur

  1. Byrjið á því að skera bláberin í minni bita.
  2. Blandið pönnukökumixinu, mjólk og vanilludropum saman í skál.
  3. Blandið bláberjunum saman við í lokin.
  4. Steikið pönnukökurnar á pönnu samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Ég hef þær frekar stórar.
  5. Gott að bera fram með smjör, sírópi, ferskum ávöxtum og berjum.

Eggjasalat með cheddar osti

  1. Sjóðið eggin þar til þau verða miðlungs soðin og rauðan er aðeins blaut.
  2. Takið skurnina af eggjunum og skerið þau í bita á meðan þau eru ennþá heit. Það er mikilvægt að þau séu heit svo að osturinn bráðni.
  3. Hrærið cheddar ostinum saman við eggin og saltið og piprið. Toppið svo með steinselju.
  4. Gott að bera fram með hrökkbrauði og ristuðu súrdeigsbrauði.
Fjölskyldan mun elska þennan bröns.
Fjölskyldan mun elska þennan bröns. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert