Nostalgía á veitingastað

Velkomin aftur til ársins 1980!
Velkomin aftur til ársins 1980! mbl.is/Timothy Kaye

Þetta er kannski nákvæmlega það sem við þurfum á að halda – að hendast nokkur ár aftur í tímann og rifja upp gamlar stundir. Þegar gsm-síminn var á stærð við strigaskó og samfélagsmiðlar ekki til.

Staðurinn kallast Billie Buoy og má finna í Melbourne í Ástralíu – en það var hönnunarstúdíóið Biasol sem henti saman bleikum og miðnæturbláum litum í bland við djarfar innréttingar og stemningu sem dregur okkur aftur til ársins 1980. Og til að ná fram áhrifum níunda áratugarins kynnti Biasol sér tímabilið vandlega ásamt sérkennilegri poppmenningu þess.

Blái liturinn þekur bæði veggi og loft, og litatónar hafa verið notaðir í bólstruðum sessum og bekkjum. Dökkbláir og flekkóttir múrsteinar eru á gólfi og hvít terrazzoborð með bláleitum flekkjum má sjá víða um staðinn. Bogadregin dyraop og neonskilti á veggjum setja svo punktinn yfir i-ið. Og fyrir utan staðinn hefur veggur verið málaður í þessum sama bláa lit og við sjáum fyrir innan, með yfirskriftinni „Wake me up when I'm famous“.

mbl.is/Timothy Kaye
Bogadregin dyraop eru einkennandi fyrir staðinn.
Bogadregin dyraop eru einkennandi fyrir staðinn. mbl.is/Timothy Kaye
Hvít terrazzo borð með bláum flekkjum prýða staðinn.
Hvít terrazzo borð með bláum flekkjum prýða staðinn. mbl.is/Timothy Kaye
mbl.is/Timothy Kaye
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert