Fansí og fljótleg fiskisúpa

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hver elskar ekki súpu sem er bæði fljótleg og fansí? Hér er Berglind Hreiðars á Gotteri.is með girnilega súpu sem hún setur bæði fisk og rækjur í. Grunnurinn er TORO fiskisúpa sem hefur löngum notið mikilla vinsælda og því nokkuð ljóst að hér er á ferðinni kvöldverður sem steinliggur.

 Fansí og fljótleg fiskisúpa

Fyrir um 5-6 manns

  • 2 x TORO Bergensk Fiskesuppe
  • 4 meðalstórar gulrætur
  • ½ blaðlaukur
  • 30 g smjör
  • 1,5 l vatn
  • 350 ml rjómi
  • 200 g risarækjur
  • 200 g litlar rækjur
  • 400 g þorskhnakki
  • Salt, pipar og kraftur
  • Steinselja (má sleppa)

Aðferð:

  1. Skerið gulrætur í strimla og blaðlauk í sneiðar.
  2. Skolið fiskmetið og skerið þorskinn í munnstóra bita.
  3. Steikið gulrætur upp úr smjöri þar til þær fara aðeins að mýkjast og bætið þá blaðlauk saman við, kryddið til með salti og pipar og steikið þar til mýkist.
  4. Hellið næst vatni og rjóma yfir grænmetið og pískið súpuduftið saman við, kryddið og notið kraft eftir smekk.
  5. Að lokum má ná upp suðu í súpunni og bæta þorskbitum og risarækju í pottinn og leyfa að malla í um 8 mínútur, þá fara litlu rækjurnar útí og allt látið malla í 2 mínútur til viðbótar.
  6. Berið fram með saxaðri steinselju sé þess óskað.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert